Færslur: 2005 Júlí

28.07.2005 16:03

Læknisleikur

Við mamma áttum okkur einskis ills von þegar við gengum inn í Jórufellinu í gær.  Um leið og hún opnaði sáum við Silju bregða fyrir rétt í svip þar sem hún stökk frá speglinum á ganginum og inn í hvarf. Hún var bara á nærbuxum og á eftir henni tölti Dóri frekar sakbitinn á svipinn. Það fannst mér alla vega á því augnabliki en kannski hefur það verið vegna þess að hann var með hanska sem hann hélt upp eins og læknir sem búinn  er að skrúbba sig. Það sem mér datt helst í hug að væri í gangi er óprenthæft. Ég veit ekki hvað mamma hefur haldið en hún hélt coolinu eins og venjulega.

Að sjálfsögðu var önnur (og ekki eins spennandi og í hausnum á mér) skýring á þessu öllu saman.
Silja var að bera á sig brúnkukrem og Dóri að hjálpa henni að dreifa úr því.

15.07.2005 21:28

Fyrsta færslan

Ég er alltaf með nýjungarnar á hreinu ;)  Bloggæðið komið og farið og ég rétt að byrja. Ég get bara ekki verið þekkt fyrir að prófa ekki þetta snilldarkerfi sem hann Stígur minn hannaði í "fæðingarorlofinu" sínu. Sjáum svo til hvað ég endist.

  • 1
Flettingar í dag: 15
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 6
Gestir í gær: 6
Samtals flettingar: 64367
Samtals gestir: 30388
Tölur uppfærðar: 25.7.2021 09:47:39