Færslur: 2005 Október

11.10.2005 19:57

Yndi

Hann Úlfur er alltaf að verða yndislegri og skemmtilegri. Hann hefur alltaf verið glaðvær og ljúfur en það var alltaf að okkar frumkvæði, við kitluðum hann eða gerðum eitthvað fyndið og hann hló eða að við kysstum hann og hann leyfði okkur það og sagði aaaaaa. Nú er hann farinn að kunna að vera fyndinn sjálfur, hann kitlar mig eða setur upp fyndinn svip og hlær svo að sjálfum sér. Hann er líka algjör knúsari, þegar hann hittir mann aftur t.d. þegar hann kemur frá dagmömmunni þá kyssir hann mann að fyrra bragði og vill koma í fangið til að kúra. Stundum þegar hann er að drekka hjá mér stoppar hann smá stund og lítur á mig ástaraugum og segir aahh og heldur svo áfram. Það er eins og hann sé að segja: takk mamma, þetta er gott.
Það er best í heimi að þetta litla kríli sem ég elska svo mikið elski mig til baka.

06.10.2005 18:07

Gamall...

Til hamingju með afmælið í dag elsku Stígur !

03.10.2005 12:34

Afmæli

Þá er komið að afmælisvertíðinni hér á heimilinu: Ég á morgun, Stígur á fimmtudaginn og fjögurra ára trúlofunarafmæli þar á milli. Síðan er Úlfur eins árs mánuði eftir afmæli Stígs, eða 6. nóvember. Þá er að draga fram kökubók Hagkaups [sic] og bretta upp ermar. Við Stígur ætlum að bjóða í kaffi á miðvikudaginn, 5. október. Endilega kíktu á okkur í Gyðufellið, eftir vinnu eða eftir kvöldmat. Ég skal meira að segja dusta rykið af kaffikönnunni og reyna mitt besta til að hella upp á kaffi fyrir þá sem það vilja.
  • 1
Flettingar í dag: 7
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 6
Gestir í gær: 6
Samtals flettingar: 64359
Samtals gestir: 30387
Tölur uppfærðar: 25.7.2021 08:41:05