Færslur: 2005 Desember

15.12.2005 14:41

Gullmolar

Við Stígur fórum loksins í heimsókn til Leifs, Ernu og litlu tvíburanna í gær. Börnin eru alveg gullfalleg og algjörar dúllur. Ég fékk að halda á Leifsdóttur og það var ekki laust við að klingdi í eggjastokkunum. Hérna eru myndir af þeim:

http://www.123.is/album/display.aspx?fn=tviburar&aid=88183210

13.12.2005 23:34

Draumórar

Í hvert einasta skipti sem ég sé herra Ísland 2005 grípur mig áköf löngun til að skella honum í langa sturtu og skrúbba vel.

Þetta hljómar kannski kynferðislegt en er það alls ekki, frekar svona móðurtilfinning. Mér finnst drengurinn SVO einkennilegur á litinn!  Einhvern veginn appelsínubrúnn og með bleikar varir og maskara ! Er þetta ímynd karlmennskunnar í dag? Hef ég misst af einhverju eða á herra Ísland að minna á herra en ekki dömu?
  • 1
Flettingar í dag: 7
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 6
Gestir í gær: 6
Samtals flettingar: 64359
Samtals gestir: 30387
Tölur uppfærðar: 25.7.2021 08:41:05