Færslur: 2006 Maí

12.05.2006 09:15

Take a hint !

Ég er farin að halda að það sé eitthvað samsæri gegn mér í gangi á veitingastöðum borgarinnar.

Undanfarið hef ég ekki verið mjög spennt fyrir því að elda og við höfum borðað frekar oft úti. Seinustu FJÖGUR skiptin sem við höfum farið á veitingastað/skyndibitastað hef ég fengið annað hvort afspyrnuvondan mat eða eitthvað annað en ég pantaði.

* Pantaði lambalundir á Hereford en fékk lambafille. Hafði ekki tíma til að bíða eftir nýjum mat því að Úlfur var með í för og var orðinn óþolinmóður.
* Fékk mér kjúklingaborgara á American Style og kjúklingurinn var í alvöru eins og skósóli, svo þurr og seigur var hann.
* Fékk mér quesedillas með kjúklingi á Friday´s og kjúklingurinn var þurr eins og harðfiskur. Þjónarnir höfðu bara aldrei séð annað eins.
* Fengum okkur pizzu á Pizza Hut (sem við gerum annars aldrei sökum lélegrar þjónustu og fáránlegs verðlags). Pizzan átti að vera Supreme með ýmsum áleggjum en þeir ákváðu bara að setja ekki eitt einasta pepperoni ! Ég tætti alla pizzuna í sundur að leita að því en fann ekki einu sinni eitt stykki sem við Stígur hefðum getað deilt með okkur. Ég veit að Pizza Hut eru ferlega nískir á áleggin en þetta fannst mér of langt gengið eins og ég sagði þjónustustúlkunni sem ætlaði að fara að rengja mig um þetta og var liggur við komin með stækkunargler í hendurnar að leita að hinu meinta áleggi. Ef hún hefði fundið eitt stykki er ég viss um að hún hefði ekki fallist á að láta okkur fá aðra enda margspurði hún mig hvort það væri virkilega ekki á neinum hluta pizzunnar. Ef það stendur pepperoni á matseðlinum er greinilega nóg að það sé á einni sneið. Fyrir 2300 krónur !

Kannski á ég bara ekkert að vera með þennan flottræfilshátt heldur vera heima og elda.

05.05.2006 10:31

Rosalega ólétt eitthvað

Allt í einu stækkaði bumban um helming á einum degi. Þarna er ég komin 22 vikur

  • 1
Flettingar í dag: 5
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 6
Gestir í gær: 6
Samtals flettingar: 64357
Samtals gestir: 30387
Tölur uppfærðar: 25.7.2021 08:09:33