Færslur: 2006 Ágúst

09.08.2006 23:31

Long time, no blog

Á morgun verð ég gengin 37 vikur með litla súkkulaðigrísinn minn. Í alvöru talað, ég hef aldrei þráð súkkulaði svona mikið. Vil helst borða súkkulaðimorgunkorn og brauð með súkkulaðiáleggi og kökur og súkkulaðistykki í hvert mál (læt það nú ekki alltaf eftir mér). Það besta er að ég held að krílið hafi verið að skorða sig í höfuðstöðu í gærmorgun. Ég er satt að segja búin að vera með smá áhyggjur af því að hingað til hefur barnið verið mest liggjandi á bakinu í þverstöðu (þetta er greinilega algjör munaðarseggur sem vill bara hafa það kósý). Ég á eftir að fá það staðfest af ljósmóður en ef það er búið að skorða sig þarf ekki að standa í veseni eins og að reyna vendingu eða jafnvel taka með keisara. Ég vil helst losna við svoleiðis stúss og vona bara það besta :)

Við erum bara að hafa það gott litla fjölskyldan; fara út að labba, á róló og í sund. Úlfur er alltaf að verða skemmtilegri og meira sjarmerandi og fer stöðugt fram í öllum þroska. Blíður og algjör knúsari en veit samt upp á hár hvað hann vill og hvernig á að hafa hlutina. Það þarf töluvert að hafa fyrir honum, það sér maður nú best þegar maður er með Frosta "litla" frænda sem er eitt meðfærilegasta barn sem ég hef kynnst. Ég er búin að panta að næsta mitt verði þannig.

Við erum einmitt með Frosta í láni núna og skelltum okkur í Kringluna áðan.  Vöktum töluverða athygli enda ekki nema von: Með einn tveggja ára, einn sem lítur út fyrir að vera tæplega árs gamall og ég með bumbuna út í loftið!

  • 1
Flettingar í dag: 15
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 6
Gestir í gær: 6
Samtals flettingar: 64367
Samtals gestir: 30388
Tölur uppfærðar: 25.7.2021 09:47:39